145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[17:05]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Enn og aftur, ég er algerlega ósammála því að sú tekjuskattsbreyting sem hér er lögð til og kemur til framkvæmda árin 2016 og 2017 sé ekki til góða fyrir lágtekjufólk og millitekjufólk. Að mínu mati kemur þessu fólki best að skattar séu lækkaðir með þessum hætti. Við getum staðið hér og verið ósammála um það, en það gefur augaleið að 22,5% tekjuskattur á laun upp að 700 þús. kr. er lægri en 24,1%. Við erum væntanlega sammála um það, ég og hv. þingmaður. En 22,5% er engu að síður kostur fyrir lágtekjufólk og millitekjufólk.