145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[23:21]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Bjarnasyni fyrir afar áhugaverða ræðu þar sem hann kom með alveg glænýjan vinkil inn í umræðuna. Ég held að það sé bara til marks um hvað umræðan sjálf getur skipt miklu máli því að hér kvöld hefur alls konar flötum verið velt upp.

Mér fannst það áhugavert sem hv. þingmaður sagði, að eftir umræðuna sem hér var á síðasta kjörtímabili og eftir nefndarvinnuna væri hann ekki alveg viss um hvert markmiðið væri með frumvarpinu. Þar verð ég að taka undir með honum. Ég verð bara að segja að ég get tekið undir flest það sem fram kom í ræðu hv. þingmanns nema kannski það að umræðan hafi verið ógnarlöng þessa tvo daga. Þar skynjum við þingmaður tíma greinilega á ólíkan hátt.

Mér fannst það alveg gríðarlega áhugaverður punktur sem hv. þingmaður kom inn á varðandi það sem ég held að hann hafi kallað fullveldisatriðið, þ.e. hvað gistilandið segði þegar erlent ríki væri orðið framkvæmdaraðili. Mig langar því til að spyrja hv. þingmann hvort honum hugnist þá betur sú leið sem stundum hefur verið kennd við Davíð Oddsson, að flytja hreinlega alla starfsemi þróunarsamvinnu (Forseti hringir.) frá utanríkisráðuneytinu og til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Telur hv. þingmaður það betri leið?