145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:37]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Heiðu Kristínu Helgadóttur góða og ærlega ræðu. Hv. þingmaður kom meðal annars inn á misnotkun vörunnar og neikvæðar afleiðingar, félagslegar og líkamlegar, á heilsu okkar sem fylgja þessari neyslu eða misnotkun. Þá fór hv. þingmaður inn á þátt frelsis eða forræðishyggja. Hlutverk ríkisins í þessum efnum er frekar, og ég tek undir með hv. þingmanni, að hafa eftirlit og setja reglur. Staðreyndin er sú að fyrirkomulag sölu er mjög mismunandi á milli þjóða, allt frá einokun yfir í frjálsa sölu og svo blöndu af því. Meðal annars er vandi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að safna upplýsingum sem hægt er að taka mark á og hv. þingmaður kom inn á það í umræðunni.

Bara hrein spurning: Skildi ég ekki hv. þingmann rétt, er hún ekki fylgjandi (Forseti hringir.) því að gefa verslun og sölu með þennan varning mjög frjálsan?