145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:54]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Drykkjumenning hefur batnað, segir hv. þingmaður. Heimilisofbeldi hefur ekki minnkað. Ofbeldisglæpum hefur ekki fækkað þrátt fyrir menningarlegri drykkju, eins og hv. þingmaður talar um. Vil ég fara til baka? Ekki endilega. Ég sneri reyndar nett út úr fyrir hv. þingmanni, en ég sagði þó: Hvað þýddi þetta sölufyrirkomulag á sínum tíma? Það þýddi það að drukknir áfengislítrar á mann á ári voru 3,5–3,7. Þeir eru 7 núna. Eftir þá breytingu sem lögð er til í frumvarpinu benda allar rannsóknir til að það verði 11 lítrar af hreinu áfengi á mann á ári, sem er það sama og í Danmörku, það sama og í Evrópu í heild. Og hvað sagði í grein í Politiken í sumar? Þar sagði greinarhöfundur að 20% íbúa Kaupmannahafnar funkeruðu ekki daglega út af áfengisneyslu, og hann var ekki að tala um það sem við köllum ofdrykkjumenn eða fólk sem er í vandræðum með áfengi. (Forseti hringir.) 20% íbúa Kaupmannahafnar funkera ekki, 200 þúsund manns.