145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:38]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var einmitt það sem ég spurði um. Það var ágætt að fá staðfestingu á því að ríkiseinokunarverslunin sem slík er ekki bitbein hérna af hálfu hv. þingmanns. Það er ánægjulegt að heyra. Andstæðu hópar eiga þá mögulega einhvern kost á að nálgast. Ég nefni þetta bara vegna þess að í 22. gr. frumvarpsins, sem varðar breytingu á áfengislögum, eru útlistuð skilyrði sem sveitarstjórn skal setja fyrir veitingu smásöluleyfis, þar á meðal eru skilyrði um ýmis atriði eins og staðsetningu verslunar, aðgengi, merkingar o.fl. Þess vegna spyr ég hv. þingmann hvort hann mundi til dæmis beita sér fyrir því eða hvort hann gæti fallist á einhvers konar niðurstöðu sem mundi fela það í sér að aðgengið yrði takmarkað við afmarkaðan hlut í matvöruverslun eða jafnvel bara utan við matvöruverslun.