145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:41]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til þess að þakka hv. þingmanni fyrir mjög skelegga umræðu hérna um þetta mál.

Ég hef oft neytt áfengis án þess að það hafi beinlínis verið löglegt, t.d. í Íran þar sem er stranglega bannað og dauðasök að drekka áfengi. Sömuleiðis þegar ég var yngri en tvítug var ekkert mál fyrir mig að nálgast áfengi. Oft var það bara í gegnum bjórsala. Mér skilst að það sé þrjú þúsund manna grúppa á hv. fésbók þar sem maður getur pantað sér bjór. Hvað finnst hv. þingmanni um það? Svartamarkaðsbrask á áfengi er alveg gífurlega mikið hér á landi og hefur verið alla tíð. Heldur hv. þingmaður að með því að koma áfengissölu í einkarekstur muni svartamarkaðsbrask minnka? Eða mun það jafnvel aukast? Mig langar að fá sýn hv. þingmanns á það.