145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

beiðni um umræðu um afnám verðtryggingar.

[16:06]
Horfa

Preben Jón Pétursson (Bf):

Herra forseti. Ég er nú frekar nýr í þessu. Ég skil takmarkað þessa umræðu. Ég skil ekki af hverju við erum að ræða verðtrygginguna. Verðtryggingin er bara verkfæri til að reikna út vexti. Verðtryggingin er ekki vandamálið. Vandamálið leysist ekkert þótt við værum með breytilega vexti. Erum við einhverju bættari með það? Við höfum prófað það. Heimilin í landinu fóru á hausinn þá. En að bjóða heimilunum í landinu og bjóða fólki í landinu hagstjórn með íslenska krónu getur aldrei gengið upp. Það gengur ekki að bjóða upp á hagstjórn eins og við erum með í dag, að íslensk heimili skuli vera trygging fyrir því að sjávarútvegurinn gangi upp. Sjávarútvegurinn er ekki ríkistryggður. Hann er almenningstryggður með íslensku krónunni. Við erum að horfa upp á það. (Forseti hringir.) Svo rífumst við um verðtrygginguna. Það er íslenska krónan sem er vandamálið og hagstjórnin í kringum hana.