145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[22:05]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vék að breytingum vegna arðgreiðslna frá Seðlabankanum í framsögu minni og ég tel að skýringar séu á þessum mun á tölunum á tilvitnuðum blaðsíðum en ég er ekki í aðstöðu til að kynna mér það á milli þess sem ég hlýði á andsvör.

Varðandi Fjársýsluna þá er það í eðlilegum farvegi. Fráfarandi fjársýslustjóri óskaði eftir því að gerðar yrðu breytingar á hans högum og aðstoðarfjársýslustjóri hefur gegnt störfum hans á undanförnum mánuðum. En staðan hefur verið auglýst og auglýsingafrestur er útrunninn og við gerum ráð fyrir því að ráðið verði í stöðuna á næstunni.