145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

NPA-þjónusta við fatlað fólk.

[14:17]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni um mikilvægi NPA-þjónustunnar. Þetta er eitt af því sem Alþingi hefur lagt mikla áherslu á. Tilraunaverkefnið hefur gengið vel að meginefni til og ég ítreka það sem ég sagði að við fundum, stundum finnst manni daglega, með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum.

Ég var nýlega á fundi með félagsmálastjórum þar sem ég fór yfir þennan málaflokk. Við munum halda áfram að funda með þeim um þetta mál sem og önnur. Ég tek undir með hv. þingmanni um mikilvægi þess að við ljúkum þessu tilraunaverkefni og þetta verði hluti af því lagaumhverfi sem muni þá finnast í lögum um málefni fatlaðs fólks og hugsanlega þá innan félagsþjónustulaganna eins og verið er að vinna að.