145. löggjafarþing — 31. fundur,  11. nóv. 2015.

Haf- og vatnarannsóknir.

199. mál
[15:42]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er öllum ljóst að á Íslandi eru opinberar stofnanir of margar. Það er jákvætt og gott þegar menn ganga í það verk að sameina þar til að ná fram auknu hagræði. Aðalmarkmiðið er að veita fólkinu í landinu góða þjónustu og gæta hagsmuna skattgreiðenda og það var farið af stað með það að markmiði hvað þetta mál varðar og við hljótum að fagna því, virðulegi forseti.