145. löggjafarþing — 32. fundur,  12. nóv. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[12:23]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það sem mér finnst standa upp úr á þessum tímamótum er að Íslendingar munu á komandi árum og vonandi lengur búa við góða náttúrulöggjöf sem var unnin í mikilli samvinnu. Samtalið var gott og það var hlustað á öll sjónarmið. Þetta leiddi af sér hina sögulegu sátt um frumvarp til náttúruverndarlaga sem við erum að fara að greiða atkvæði um.

Áður en atkvæðagreiðslan hefst vil ég þó vekja athygli á því að í c-lið 17. töluliðar breytingartillögu nefndarinnar á þskj. 407 hefur slæðst inn rangt greinarnúmer þar sem stendur „Við 58. gr.“ en á að standa: Við 60. gr., og bið ég forseta að leiðrétta þetta þegar kemur að atkvæðagreiðslu um 17. tölulið.