145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:09]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil einnig fá að spyrja hv. þingmann um það sem hún minntist á í ræðu sinni að hér er líka verið að samþætta ákveðna málaflokka, eins og kemur fram í 12. gr. frumvarpsins, um friðargæsluna. Um þá grein segir orðrétt, með leyfi forseta:

„Friður, öryggi og þróun eru nátengd og aukin áhersla er nú lögð á mikilvægi samhæfingar þessara þátta í verkefnum og nálgun alþjóðastofnana.“

Ég velti því fyrir mér, þar sem ég þekki aðeins til ákveðinna verkefna, hvernig friðargæsla og það að efla leikskólastig í Malaví eiga samleið, hvernig friðargæsla og það að vinna að þróunarverkefni um að börn fái heitan mat í skólanum í Malaví eigi samleið. Þetta vekur hjá manni margar spurningar sem við erum eðli málsins samkvæmt ekki búin að fá nein svör við þessa tvo daga.

Mig langar að fá að heyra meira um hugrenningar þingmannsins um þessa samþættingu og hvort hún geti verið hættuleg og hverjir séu gallarnir á henni.