145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:52]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um fundarstjórn):

Forseti. Enn á ný kem ég hér til þess að vekja athygli hv. þm. Kristjáns L. Möller á viðveru minni hér. Ég vissi bara ekki að ég væri svona torséður, en ég er varamaður í utanríkismálanefnd og einn af þeim sem standa að því nefndaráliti sem kynnt var fyrir allnokkrum dögum síðan. Ég vildi bara ánýja það að það er enginn flótti í því liði sem stendur að nefndarálitinu eða að þessu máli. En hins vegar skil ég það að gamlir hrossakaupmenn sem hér stunduðu stjórnarmyndunarviðræður á hverjum degi allt síðasta kjörtímabil þykist finna einhverja lykt, en hún er ekki til af þessu máli. Þetta mál er gott og það er mjög brýnt að við afgreiðum það sem fyrst.