145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:26]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé það langt liðið á daginn að þetta sé orðið gott. Ég vil spyrja hæstv. forseta, endurtaka þá spurningu sem ég bar upp áðan um hvort forustu þingsins sé nokkuð ljóst hvað verður með ferðir hæstv. ráðherra í byrjun næstu viku, af því að þá munum við væntanlega halda þessari umræðu áfram. Eru einhver áform um að ráðherrann komi hingað á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag eða þá í þar næstu viku? Eða hvernig eru plönin? Ég sé að hv. þm. Ásmundur Einar Daðason er hér og getur væntanlega svarað því.

En vegna þess að hér hefur verið talað um að þingið sé í átakafarvegi þá vil ég segja að við eigum dæmi um mál þar sem hefur tekist að snúa málum úr átakafarvegi í uppbyggilegan og góðan farveg. Ég vil nefna til að mynda náttúruverndarlög, þar sem undir forustu hv. þm. Höskuldar Þórs Þórhallssonar var leitt í jörðu undir þverpólitísku flaggi og var okkur öllum til sóma. Hægt er að vinna svona (Forseti hringir.) og ég vil brýna hv. þm. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem stundum hefur talað fyrir nýjum stjórnmálum að gera það núna.