145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:11]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þingmönnum hér á undan. Það metnaðarleysi sem stjórnvöld og ríkisstjórn Íslands sýna í málefnum þróunarsamvinnu er áhyggjuefni, að lögð sé ofuráhersla á þá breytingu að leggja niður fyrirmyndarstofnunina Þróunarsamvinnustofnun og færa hana inn í ráðuneyti á sama tíma og ekki hefur verið lögð fram þróunarsamvinnuáætlun. Það er augljóst að tillögur um helmingslækkun framlaga miðað við samþykkt Alþingis upp á 0,46% af vergum þjóðartekjum eru eiginlega til skammar fyrir okkur öll.