145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:46]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Skætingurinn sem við þurftum að hlusta á af munni hv. þm. Jóns Gunnarssonar sýnir í hnotskurn virðingarleysið fyrir þessum málaflokki. Það virðingarleysi endurspeglast líka í málsmeðferðinni eins og hún hefur verið í þinginu, fjarveru ráðherrans og annarra stjórnarþingmanna frá umræðunni, flýtinum og flumbruganginum við að rífa málið út úr nefnd, með öðrum orðum skeytingarleysi um málaflokkinn og fullkominni rökþurrð í málinu. Samanlagt verður þessu ekki jafnað við neitt annað en valdníðslu. Það er áhyggjuefni.