145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:57]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Þetta mál hefur alla tíð verið mér óskiljanlegt. Í gærkvöldi lá fyrir samkomulag um að þetta mál færi til utanríkismálanefndar öðru sinni. Ég hyggst greiða fyrir því með atkvæði mínu en málið er mér jafn óskiljanlegt og fyrr. Framsóknarmenn hafa svo sem áður skakað til með stofnanir og þetta virðist vera partur af því. Framsóknarmenn hafa ekki mært þetta frumvarp í umræðum utan eins snillimælis frá hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni í andsvari við utanríkisráðherra þannig að ef mönnum kemur á óvart að fyrirvari minn í nefndaráliti skuli vera með þessum hætti ætla ég að hafa þetta svona að þessu sinni. Ég ætla að greiða fyrir því að málið komist til nefndar öðru sinni.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.