145. löggjafarþing — 42. fundur,  27. nóv. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[12:08]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Sú breyting sem var gerð á 16. gr. frumvarpsins, þar sem talað er um tölvutæki talnagrunns frumvarps og þvílíkra gagna, á að sjálfsögðu einungis við um tölvulæsileg gögn. Ég vil bara að það komi fram í þingtíðindum. Þetta eru ekki einfaldlega rafræn gögn, þar á er munur. Með tölvutækum gögnum er að sjálfsögðu átt við tölvulæsileg gögn og fannst mér rétt að þetta kæmi fram.