145. löggjafarþing — 44. fundur,  30. nóv. 2015.

peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

139. mál
[17:26]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er náttúrulega tilefni til miklu lengri ræðu en ég hélt; ég hlífði þingheimi við lengri útgáfu af ræðu minni. En þetta kemur gæðum evrunnar nákvæmlega ekkert við. Það getur vel verið að krónan sé ágæt til síns brúks hér innan lands; hún er vissulega lögeyrir hér í landi og sem lögeyrir er hún brúkuð til lúkningar skulda. En hér erum við að ræða um fjárhæðarmörk á innri markaði og við erum að tala um sameiginlegan innri markað, samræmdan innri markað, og hér er brugðið út af því.

Ég tel að ef svona ákvarðanir eru teknar í efnahags- og viðskiptanefnd eigi að ræða þær. Ég leyfi mér að segja enn og aftur að á þessum tíma, ég man ekki hvernig vikurnar stóðu þarna af sér, var þetta bara aldrei rætt, sennilega allt fram til 9. nóvember. Ef menn eru að taka ákvarðanir af þessu tagi skulu menn ræða þetta fyrir heilli nefnd. En ég er sem betur fer ekki á þessu nefndaráliti, var ekki spurður álits öðruvísi en einhvern tíma í pósti. Ég mun allavega, þegar kemur til atkvæðagreiðslu, greiða atkvæði gegn þessari breytingu. Ég veit að hv. þm. Brynjar Níelsson mun gera það líka þegar upp verður staðið. Ég hef lokið máli mínu.