145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[13:54]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er nú svolítið erfið spurning fyrir mig vegna þess að þegar kemur að málefnum barna og barnabótum og öðru finnst mér að aldrei mega skerða það heldur frekar auka í ef eitthvað er. Ég viðurkenni það fúslega að ég þekki þetta ekki alveg. Ég hef ekki alveg kynnt mér hvers vegna þetta er svona. Ég tók eftir því að barnabæturnar höfðu lækkað um 600 milljónir en get því miður ekki svarað hv. þingmanni svo að vel sé vegna þess að ég kann ekki að svara því alveg fullkomlega. Ég vona að þingmaðurinn fyrirgefi mér það. (OH: … fyrirgefa það.)