145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:17]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um að framlag í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða upp á tæpar 900 millj. kr. komi beint úr ríkissjóði, sem er redding ríkisstjórnarinnar eftir að hæstv. ferðamálaráðherra kom með arfaslakt og ónýtt frumvarp sem dó í fæðingu, var í raun og veru slátrað af stjórnarmeirihlutanum áður en málið var lagt fram, og gafst upp á svokölluðum náttúrupassa. Farið hefur fé betra.

Aumingjagangurinn er slíkur að koma ekki og ná í tekjur, eins og við erum öll í þessum sal sammála um, af ferðamönnum til að setja í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Frá síðasta kjörtímabili hefur verið í gildi 100 kr. gistináttagjald sem er útfært á ákveðinn hátt en má auðvitað útfæra betur af reynslunni, sem gefur um 300 millj. kr. Ef það yrði hækkað í 500 kr. að meðaltali þá gæfi það 1,5 milljarða sem mætti skipta jafnt á ferðamannastaðina og til sveitarfélaganna (Forseti hringir.) líka.

Virðulegi forseti. Ég hefði viljað fá þessa tölu burt og (Forseti hringir.) sjá þessa fjármuni úr ríkissjóði renna til Landspítalans.

(Forseti (EKG): Forseti minnir hv. þingmenn á að greiða atkvæði.)