145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:16]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir framsögu hennar og nefndarálit sem er að mörgu leyti ágætt. Það er gott að brýna hér þingmenn og í rauninni alla þjóðina þegar kemur að lífeyrisskuldbindingum. Það er gott að vekja athygli á því að við þurfum að hefjast handa við að skera upp Lánasjóð íslenskra námsmanna og gera hann gagnsæjan þegar kemur að styrkjum o.s.frv.

Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af er tekjuhlið þessa máls, þ.e. mér finnst stundum að hv. þingmenn séu gjarnari á að eyða peningum en afla þeirra. Ég geri hins vegar líka athugasemdir við það að Björt framtíð virðist vera á móti því að lagfæra tekjuskattskerfið með því að fella niður milliskattsþrepið, sem var fyrst og fremst til þess að bæta hag millistéttarinnar. Ég skil þetta nefndarálit hv. (Forseti hringir.) þingmanns því þannig að það sé stefna Bjartrar framtíðar að hafa tekjuskattskerfið (Forseti hringir.) þannig að það sé a.m.k. ekki til hagsbóta fyrir millistéttina.