145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:41]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er greinilega mismunandi mat sem fólk setur á tímasetningu. Hér sagði hv. þm. Helgi Hjörvar, þegar hann byrjaði þessa umræðu, að klukkan væri farin að nálgast miðnætti. Klukkan er rétt rúmlega hálfellefu að kvöldi og það er frekar snemmt miðað við hve lengi við sátum á fundum á síðasta kjörtímabili þar sem við töluðum til fjögur og fimm á nóttunni.

En það er bara þannig að þeir kvarta hæst sem voru í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Ég skil það ósköp vel að nýliðunum hér á þingi þyki það skrýtið að taka kannski eitt og eitt kvöld, en menn eru kannski farnir að eldast, ég veit það ekki, þola kannski ekki eins mikið það álag að vera hér á kvöldfundum.

En það get ég sagt þér, virðulegi forseti, að þing eftir þing á síðasta kjörtímabili var talað úr þessum ræðustól alveg fram í dagrenningu og þótti engum mikið. Þá var ekki talað um virðingarleysi fyrir einum eða neinum.