145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér finnst það dálítið móðgandi að verið sé að vísa í síðustu ríkisstjórn um hitt og þetta, ég var ekki hér, píratar voru ekki hér, það er fullt af nýju fólki hérna. (Gripið fram í.) Til er fullt af mjög góðum rannsóknum á því hvernig er að vinna undir streitu og þreytu og það gefur ekki góðar niðurstöður og góða vinnu. Við höfum lög um hvíldartíma, ég veit ekki hvort þau eiga við hérna, en mér fyndist áhugavert að heyra álit á því. Fólk á að mæta í vinnu í fyrramálið — ef einhver er lögfróður um það hvaða reglur um hvíldartíma eiga við um okkur hér.