145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

matvælaframleiðsla framtíðarinnar.

[11:07]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég ítreka að ég held að hin almenna skoðun núna sú að menn vilji gjarnan vita um uppruna þeirrar vöru sem þeir fá. Nú um stundir, það getur vel verið að það breytist í framtíðinni og framtíðarsýn þingmannsins sé rétt, held ég að það sé mikilvægast að vita að uppeldi og ræktun á dýrum sé eins mannúðleg og hægt er.

Við getum vitnað til þess að á Íslandi, af því að þingmaðurinn nefndi það, er notkun sýklalyfja í mjög litlum mæli og alls ekki til þess, sem sums staðar er gert, að vera vaxtarhvetjandi eða til að auka framleiðni og fyrirbyggja sjúkdóma dýra í þauleldi. Það er ekki gert á Íslandi og hefur aldrei verið leyft.

Satt best að segja er staðan á Íslandi þessi: Ætli við séum ekki á svipuðum stað og Norðmenn? Þessi tvö lönd eru sennilega langsamlega fremst í heiminum og hefur verið bent á þau í samanburði við önnur Evrópuríki. Þess vegna er það áhyggjuefni að það sem er flutt til landsins skuli koma frá löndum þar sem fúkkalyf eru notuð í miklu meira (Forseti hringir.) magni.

Það er líka rétt hjá þingmanninum að náttúran (Forseti hringir.) mun alltaf hafa sínar leiðir, bakteríur og vírusar. Það mun ekki breytast þó svo að við förum að rækta matinn á tilraunastofum því að (Forseti hringir.) dýrin verða vonandi áfram til í heiminum.