145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:57]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Með leyfi forseta, vil ég halda áfram að vitna í blað, en áfram er verið að vitna í viðtal í Viðskiptablaðinu þar sem forsvarsmenn segja ég hafi stundum orðað það þannig að ég viti eitthvað um land sem ég vilji sjá líti ég út, en ég sjái ekki til lands enn. Ég sé farinn að sjá múkkana og þess vegna viti ég að land sé fram undan.

Þetta var bara andinn í þessu. Sú ákvörðun sem var tekin í ríkisstjórn Geirs H. Haardes á sínum tíma um að fara samningaleiðina byggðist síðar auðvitað á því að miðað yrði við svokölluð Brussel-viðmið í þeim samningum. Það er engan veginn hægt að segja að þeir samningar sem síðan voru gerðir og lagðir á borðið, og átti að keyra í gegnum þing næstum í skjóli nætur, hefðu nokkuð þau viðmið til hliðsjónar sem við vorum búin að leggja upp með að yrðu þó grunnurinn að samkomulagi við viðsemjendur okkar.