145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:26]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Fjármálaráðherra ræður því hvaða áætlun um tekjur hann setur inn í sitt fjárlagafrumvarp. Hann er ekki bundinn af Bankasýslu ríkisins í þeim efnum. Það er bankaráð Landsbankans sem tekur ákvörðun um arðgreiðslur þess fyrirtækis. Ríkið ræður arðgreiðslum og eigendastefnu sinni sjálft. Bankasýslan fer ósköp einfaldlega að því ef henni eru send fyrirmæli eða tilmæli í þeim efnum eins og fjármálaráðherra getur gert þannig að þetta er (VigH: Á hún ekki að vera sjálfstæð?) undansláttur. — Ekki þegar kemur að ákvörðunum eigandans um það hvað eðlilegt sé að fyrirtæki greiði sér í arð, hvaða arðgreiðslustefna og eigendastefna sé við lýði að því leyti. (Gripið fram í.) Afkoma Landsbankans er opinber. Landsbankinn gerir upp ársfjórðungslega. Við vitum að afkoma hans á þessu ári stefnir í að vera svipuð og í fyrra. Hvers vegna skyldi hann þá ekki greiða svipaðan arð? Hann er bólginn af eigin fé, langt yfir öllum viðmiðunarmörkum. Það er engin ástæða til að láta meira eigið fé hlaðast upp í Landsbankanum. Þannig er nú það.

Varðandi skattsvikin. Var ekki (Forseti hringir.) að koma greining á því eða spá um að þau væru 60–80 (Forseti hringir.) milljarðar kr. (GÞÞ: Af hverju …?) — 60–80 milljarðar (Forseti hringir.) kr. Eru 4 milljarðar (Forseti hringir.) mikið af því? (Gripið fram í.)