145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:25]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir andsvarið. Ég vil taka fram og segja það sem mína meiningu að mér finnst það skjóta skökku við þegar verið er að fetta fingur, eins og er verið að gera hér, út í það að minni stofnanir úti á landi fái viðbótarfjárveitingu á sama tíma og gerðar eru kröfur um stórauknar viðbótarfjárveitingar í stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel sem landsbyggðarþingmaður að það sé ein af mínum frumskyldum að gæta hagsmuna þeirra stofnana sem eru úti á landi og í mínu kjördæmi.