145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:42]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er fyrsta fjárlagaumræða sem ég tek þátt í og mér hefur fundist umræðan almennt séð mjög góð og upplýsandi. Þannig er mál með vexti að fjárlögin koma náttúrlega allt of seint til 2. umr. þannig að það er ekkert skrýtið að við séum núna á lokadegi þingsins samkvæmt dagskrá ekki einu sinni búin með 2. umr. fjárlaga. Hins vegar legg ég til að í stað þess að vera fram á nótt þá byrjum við frekar fyrr á daginn í næstu viku og reynum að fresta nefndafundum sem hægt er að fresta fram yfir áramót til að nýta daginn betur. Ég skil það ef virðulegur forseti telur best að halda næturfundi en þá mundi ég náttúrlega vilja fá hv. erkipírata og heiðurssósíaldemókrata, Össur Skarphéðinsson, hingað í salinn til þess að veita okkur innblástur og fögnuð.