145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:53]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég segi nei við næturfundi og sönnunin fyrir því að það er rétt afstaða er að hér voru fjárlögin leiðrétt um 1,2 milljarða í gær vegna mistaka. Næturfundir og handvömm leiða til slíkra mistaka. Varaformaður fjárlaganefndar, Guðlaugur Þór Þórðarson, sagði að við hefðum ranglega sakað fjárlaganefnd um þau mistök, þau mistök hefðu verið gerð í fjármálaráðuneytinu. Þess vegna er ástæða til að spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort mistök upp á 1,2 milljarða, sem gera afkomu ríkissjóðs verri um 1,2 milljarða í dag en leit fyrir að hún væri í gær, sýni ekki og sanni að svona vinnubrögð skila engum árangri. Mistök eru það sem leiðir af næturfundum og því að standa ekki verkáætlanir eins og meiri hlutinn hefur, þrátt fyrir meiri tíma en nokkru sinni fyrr, sýnt í fjárlagavinnunni í ár.