145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:30]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að hv. þm. Jón Gunnarsson eigi að spara þessar yfirlýsingar handa sjálfum sér, en ekki beina þeim að öðrum.

Það sem þessi staða dregur fram er auðvitað hversu hrapallegt er að það sé orðin regla en ekki undantekning að starfsáætlun þingsins sé að engu hafandi, enginn taki í sjálfu sér mark á henni og engar áætlanir sé hægt að gera.

Tilefni þess að hér þurfti að snúa þingmanninum Valgerði Bjarnadóttur við þegar hún kom til að halda fyrstu ræðu sína í málinu í morgun var auðvitað bara það að enginn hafði gert ráð fyrir þessum fundi. Ég geri ekki ráð fyrir því að það hafi verið sérstök meinbægni af hálfu forseta að meina þessum þingmönnum að taka sæti. Hann sá það einfaldlega ekki fyrir að þingfundur yrði í dag. Hvernig er þetta? Áttum við þá að halda varaþingmönnunum fram á miðnætti í gærkvöldi til að vita hvort þeir þyrftu að mæta í dag? (Forseti hringir.) Hvernig er skipulaginu á þinghaldinu eiginlega háttað?