145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

móttaka flóttamanna.

[11:06]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Sum mál eru þannig vaxin að þjóðin ætlast til þess að ráðherrann og Alþingi leysi þau. Hvernig það er gert er kannski ekki meginatriði málsins, heldur hitt að þau séu leyst. Ég tel að þau málefni bæði sýrlenskra og albanskra ríkisborgara sem hér hafa verið rædd séu þess eðlis. Ég tel að það standi ekkert á stjórnmálaflokkunum hér á Alþingi að sameinast um slíkan leiðangur. Ef hæstv. innanríkisráðherra telur að það eigi heldur að gera á öðrum tíma eða með öðrum hætti ætla ég ekki hér að gera neinn ágreining um það. Meginatriðið er að málefni þessara tilteknu einstaklinga verði leyst þannig að við getum öll verið sátt við okkur sjálf og okkur sem þjóð.