145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:00]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni og formanni Samfylkingarinnar, Helga Hjörvar, fyrir ræðu sína. Það var mjög margt sem kom fram í ræðu hv. þingmanns en mig langar að spyrja þingmanninn um fjárlög og heilbrigðiskerfið, því að það læðist ekki einu sinni að manni grunur um að nú sé verið að tryggja að hægt sé að halda áfram í grímulausri einkavæðingu heldur virðist einsýnt að ekki takist að hvetja meiri hlutann til að leggja meira fé til Landspítalans.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að ég fari vill vegar þegar ég hef sterkan grun um að þetta sé upphafið að mjög miklum einkavæðingartímum á heilbrigðiskerfi landsmanna.