145. löggjafarþing — 55. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:51]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir með þeim þingmönnum sem hafa talað á undan mér undir þessum lið og spyrja forseta hvenær hann hyggst ljúka þessum fundi. Nú er klukkan að verða 2 um nótt og við erum búin að vinna vel í allan dag og standa vaktina og við þurfum að fara á fund í fyrramálið eins og hér hefur komið fram. Mér þætti vænt um að fá að vita hvenær þessum fundi á að ljúka og hvort forseti geti ekki verið svo elskulegur að láta okkur a.m.k. vita hvenær þessu á að ljúka og þá getum við tekið ákvörðun út frá því hvernig við högum okkur í framhaldinu.