145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:42]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Fyrir nokkrum árum hrundi íslenskt samfélag og íslenskt efnahagslíf. Þá voru allir samtaka og sammála um að hjálpast að við að taka á sig byrðar til að lyfta samfélaginu upp. Nú höfum við séð merki um að samfélagið sé að rísa. Engir hafa haft fleiri orð um það en forvígismenn hæstv. ríkisstjórnar. Þá blasir við að þegar hægt er að koma til móts við suma hópa er ekki hægt að koma til móts við þá hópa sem lægst standa og verst hafa það í samfélaginu, þá hópa sem hafa ekki möguleika á að lyfta sér upp heldur eru algerlega háðir ákvörðunum okkar á Alþingi. Það að hækka ekki laun ellilífeyrisþega og öryrkja til jafns við lægstu laun og skilja þá hópa eftir þangað til einhvern tíma seinna þegar hlutir eru orðnir enn betri er því miður ekki gott, það er sorglegt.