145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:32]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé full ástæða til að byrja á að óska hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra til hamingju með samninginn sem náðist í París og svo verð ég líka að segja að ég varð einstaklega ánægð þegar ég fletti á bls. 39 og sá þá liði sem fá aukið fjármagn þar. Þetta eru allt mjög mikilvæg verkefni og ég get ekki lýst því hve mikilvæg þau eru fyrir fleiri þætti í okkar samfélagi. Þar má meðal annars nefna ásýnd náttúrunnar, sem er ein okkar helsta markaðssetning í ferðaþjónustunni í dag, og það er glæsileg viðbót hérna til Landgræðslu ríkisins sem hefur unnið með góð verkefni eins og Bændur græða landið þar sem unnið er með fleiri þúsund hektara á hverju ári í landgræðslu. Ég fagna þessari heilu blaðsíðu gríðarlega sem er tileinkuð umhverfismálum.