145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:27]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mjög undarlegt að heyra hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur lýsa því yfir hér að samið hafi verið um að fá að mæla fyrir þingmáli eða taka það á dagskrá. Hvers konar rugl er þetta? Það þarf ekkert að semja um að mæla fyrir einhverju þingmáli. (Gripið fram í.) Það vita allir þingmenn að ef þeir koma máli á dagskrá fá þeir að mæla fyrir því, að sjálfsögðu. Þetta er þvílíkt rugl. Það var samið … (Gripið fram í.)— Já, það er til undirritað. (Forseti hringir.) Hv. þm. Helgi Hjörvar, sem mætti nú fara að læra það að standa við orð sín, það er til undirritað (Gripið fram í.) og það er búið (Forseti hringir.) að fara yfir það með ykkur, hrapparnir ykkar, (Forseti hringir.) það nú bara einfaldlega þannig. [Kliður í þingsal.]

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í salnum.)

Síðan var samið um það eftir að þið gátuð ekki staðið við það. Þá var samið um að klára málið á þessu þingi, en þið ætlið að svíkja það líka.

Nú spyr ég: Fyrst hv. þm. Helgi Hjörvar talar um að ekki hafi verið samið endanlega um að málið kæmi strax á dagskrá heldur bara einhvern tímann, hvað þá með samkomulagið: þetta er klárað í haust? Eru það ósannindi? Er það lygi að um það hafi verið samið, hv. þm. Helgi Hjörvar? Ert þú að bera það upp á Ásmund Einar Daðason, þingflokksformann Framsóknar, að hann sé að ljúga að þingflokknum (Forseti hringir.) að slíkt hafi verið gert? (Forseti hringir.) Ég held að hv. þingmaður ætti nú einu sinni að ganga (Forseti hringir.) hreint til verks og standa við stóru orðin, standa við það sem hann skrifar upp á og lofar.