145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

skattar og gjöld.

373. mál
[11:13]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Ég talaði í löngu máli í gær um þessa svokölluðu rúmmálsreglu. Hún er nokkurn veginn samhljóða þskj. 34, frumvarpi sem ég lagði fram í haust og hefur ekki fengist rætt. Ég er ósáttur við að í þessari reglu skuli söluhagnaður fasteigna ekki vera tekinn til gagngerrar endurskoðunar. Þetta byggir á 40 ára gömlu ákvæði, er löngu úrelt og komið úr sambandi við annað sem var í þessari reglu.

Ég læt mig hafa það að greiða atkvæði með þessu en ég óska eftir því að frumvarpið verði tekið til umræðu á vorþingi. Ég segi já við þessu.