145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:06]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Flaustrið í kringum Þróunarsamvinnustofnun heldur áfram af hendi ríkisstjórnarinnar. Það kemur í ljós að í fjárlögum hafði gleymst að breyta orðinu Þróunarsamvinnustofnun sem var lögð niður í gær. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, hvernig sem hér hefur viðrað, að það eigi alltaf að veita afbrigði til að hleypa tillögum á dagskrá, jafnvel þótt arfavondar séu. Ég ætla hins vegar að leyfa sjálfum mér að hverfa frá því prinsippi til að halda áfram andstöðu minni við þessar vondu fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar og ég mun því að þessu sinni greiða atkvæði gegn því að þetta komist á dagskrá. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)