145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:24]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegi forseti. Þótt vissulega blasi við björt framtíð í ríkisfjármálum nú um stundir er það staðreynd að skuldir ríkissjóðs eru mjög háar og vaxtabyrði ríkisins er mjög mikil. Uppi er hávær krafa um aukið fé til heilbrigðismála til að bæta hag okkar minnstu bræðra og í því ljósi finnst mér með ólíkindum að tekist hafi að finna 175 milljónir korteri fyrir þessa atkvæðagreiðslu til að láta renna í stofnun sem nú þegar sækir sér tæpa 4 milljarða í vasa skattgreiðenda, stofnun sem rekur fimm fjölmiðla.

Í því ljósi segi ég nei við þessari breytingartillögu.