145. löggjafarþing — 63. fundur,  19. jan. 2016.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:45]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa þrjú bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 617, um innflæði gjaldeyris, frá Þorsteini Sæmundssyni, fyrirspurn á þskj. 666, um eignarhald á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fríhafnarverslun, frá Vilhjálmi Árnasyni, og fyrirspurn á þskj. 696, um hver þróunin hefur verið í fjölda stofnana ríkisins, opinberra hlutafélaga og ríkisfyrirtækja á árunum 1990–2015, frá Katrínu Júlíusdóttur.

Borist hafa tvö bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 582, um húðflúrun, frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrirspurn á þskj. 596, um aðgerðir í loftslagsmálum, frá Svandísi Svavarsdóttur.

Borist hafa tvö bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 523, um Nýsköpunarmiðstöð Íslands, frá Helga Hrafni Gunnarssyni, og fyrirspurn á þskj. 263, um rannsökuð mál hjá Samkeppniseftirlitinu, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

Borist hafa þrjú bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 672, um kostnað heilbrigðiskerfisins af umferðarslysum, fyrirspurn á þskj. 657, um aldurssamsetningu æðstu stjórnar ráðuneytisins og stofnana þess, og fyrirspurn á þskj. 658, um aldurssamsetningu stjórnenda stofnana ráðuneytisins, allar frá Vilhjálmi Árnasyni.