145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

139. mál
[15:46]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Ég styð náttúrulega hvers kyns aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, á því skal ekki vera nein leynd. Hins vegar ætla ég að halda því til haga að sú fljótfærni þings og nefndar um að breyta fjárhæðum úr evrum í krónur á eftir að koma í bakið á þinginu. Ég ætla að halda þeim fyrirvara mínum en ég mun greiða atkvæði með frumvarpinu að öðru leyti. Ég vil að þetta verði munað.

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hafa þessa atkvæðaskýringu lengri.