145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:25]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara segja það sama í rauninni og hv. 5. þm. Norðvest. og lýsa yfir ánægju minni yfir því að nefndin hafi breytt þessu á þennan veg og gert föngum kleift að jafnaði að vera viðstaddir leit í klefum.

Það er mjög mikilvægt, þrátt fyrir að fangar séu frelsissviptir, að þeir njóti þó einhverra réttinda og að þeir geti lifað einhvers konar lífi. Þetta eru jú ekki dýr, þetta er fólk eins og við vitum öll. Því er sérstaklega ánægjulegt að meiri hluti nefndarinnar hafi lagt þetta til og því styður auðvitað Alþingi allt þessa ágætu tillögu heils hugar.