145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:31]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Vegna umsagnar Lögmannafélags Íslands get ég ekki annað en greitt atkvæði gegn þessu ákvæði. Þar segir, með leyfi forseta:

„Að mati laganefndarinnar samrýmist notkun öryggisklefa og sumra þeirra tækja, sem nefnd eru í 2. mgr., vart nútímaviðhorfum um fullnustu refsinga, sbr. 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá verður ekki séð að notkun þess háttar búnaðar sé nauðsynleg í nútímanum. Laganefndin telur einnig nauðsynlegt í þessu tilviki, að kallaður verði til utanaðkomandi aðili, svo sem lögmaður, sem gæti hagsmuna viðkomandi fanga.“

Af þeim sökum greiði ég atkvæði gegn þessu ákvæði, ásamt fleirum hér.