145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[17:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Mér fannst koma fram í andsvörum þingmannsins og hv. þm. Katrínar Jakobsdóttur að með þeim tillögum sem hér eru lagðar fram væri hugsanlega verið að færa löggjöfina um þetta málefni fram fyrir árið 2001, við erum að hverfa aftur til þess tíma sem var fyrir 2001. Síðan voru gerðar breytingar 2011 eða 2012 sem fá ekki einu sinni að sýna sig vegna þess að það tekur lengri tíma en það að vera með nýtt kerfi — en núna er 2016.

Í stjórnarháttum, ef ég bara ber þetta saman, finnst mér að við séum að fara aftur til 1930. Á meðan við erum að færa þessi verkefni aftur þá haga stjórnarráðherrar sér eins og þeir gerðu fyrir 80 árum eða svo. Kann þingmaðurinn einhver ráð við því, hvað getum við gert til að koma í veg fyrir þetta?