145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs til að taka undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur, þingflokksformanni Vinstri grænna. Núna erum við á síðasta degi fyrir páskahlé og alveg ljóst að umræðu um þetta mál er hvergi lokið. Ekki þar fyrir, ég mun glöð flytja mína ræðu hér en legg til við forseta að hann láti gott heita núna fyrir klukkan sjö. Síðan getum við tekið þráðinn upp að fullu eftir páskahlé. Ég legg sem sagt til að forseti segi þetta gott núna og að við getum farið heim fyrir klukkan sjö.