145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

skýringar forsætisráðherra á aflandsfélagi.

[17:37]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hæstv. forsætisráðherra sat beggja vegna borðsins í samningunum við kröfuhafana. Hann kaus að leyna þeim hagsmunaárekstrum. En undir í því máli voru hins vegar miklir hagsmunir þjóðarinnar.

Það er réttlát og sanngjörn krafa að hæstv. forsætisráðherra segi af sér.

Það getur verið að hv. þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins telji svo ekki vera og stefni að því að halda hlífiskildi yfir hæstv. forsætisráðherra og reyni að framlengja líf ríkisstjórnar ríka fólksins, Tortóluríkisstjórnarinnar. Það er hins vegar almenningur í landinu sem mun krefjast þess að Tortóluríkisstjórnin segi af sér. Troðfullur Austurvöllur vill kosningar strax. Það er krafa sem allir hv. þingmenn eiga að taka undir, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.