145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:12]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um það hvort samþykkja eigi vantraust á ríkisstjórn sem hefur breiðan meiri hluta í þinginu. Það er á stund sem þessari sem reynir á þær reglur sem við höfum komið okkur saman um, hvernig eigi á að taka þegar aðstæður eins og þær sem hafa skapast koma til okkar. Það er gott til þess að vita að þingið er rétti vettvangurinn til að greiða úr því. Hér verða á endanum greidd atkvæði um áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna eða kosningar strax. Ég hef bent á það í umræðunni að stjórnarflokkarnir eru sammála um eitt sem stjórnarandstaðan hefur lagt áherslu á og það er að virkja áfram lýðræðið til að skapa betri sátt í samfélaginu.