145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:13]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta eru ekki skemmtilegir dagar. Ég treysti ekki ríkisstjórninni. Það kemur ábyggilega engum á óvart en það sem verra er; meiri hluti þjóðarinnar gerir það ekki heldur. Það er enn verra að fólkið treystir okkur ekki, stjórnmálastéttinni. Það treystir okkur sem erum hérna inni ekki lengur. Þess vegna þarf að kjósa strax, til að raðað verði upp á nýtt, til að fólk geti treyst þeim sem starfa í þessu húsi.