145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ein af helstu orsökum íslenska efnahagshrunsins var banvæn blanda stjórnmála- og viðskiptalífs. Eftir þær hörmungar sórum við þess dýran eið í þessum sal að við mundum upplýsa kjósendur um tengsl stjórnmála- og viðskiptalífs. (Gripið fram í.) Nú hefur það loforð verið brotið. Þá eiga menn að rjúfa þing og ganga til kosninga því að kjósendur eiga rétt á því að velja forustu á grundvelli þessara upplýsinga. Mönnum kann að verða á. Ég tel ekki að það eigi að fordæma þá um aldur og ævi þess vegna. En stjórnmálamenn sem verða uppvísir að slíku eiga ekki að vera hræddir við að boða til kosninga. Þeir eiga að hafa forgöngu um að boða til kosninga til þess að sækja sér traust og umboð. Þeir sem forðast það (Forseti hringir.) munu engu fá áorkað þótt þeir geti hangið hræddir í stólunum nokkrum mánuðum lengur.

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður segir?)

Já.